Skóhönnuðurinn Ruthie Davis stofnaði fyrirtæki sitt árið 2006 en hún vann áður fyrir Reebook, UGG Australia og Tommy Hilfiger.
Hönnun hennar er seld í yfir 40 löndum á um 100 stöðum. Má nefna Neiman Marcus, Bloomingdales, Harvey Nichols, Luisa Via Roma og 10 Corso Como.
Við sem ekki höfum efni á skóm í þessum verðflokki þökkum þeim innilega sem hanna ódýrari skó og hafa hliðsjón af því sem frægu hönnuðurnir eru að gera.
Höfuðstöðvar hennar eru í New York þar sem hún hannar allar sínar línur en stjörnurnar í Hollywood eru sjúkar í skóna frá henni sem er ekkert skrýtið því þeir eru meiriháttar fallegir og afar dömulegir.
Má þar nefna Lady Gaga, Beyoncé, Kelly Osbourne, Kim Kardashian, Emma Roberts og Naomi Campbell.
Kíktu á afar fallega haust línu frá Ruthie Davis.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.