Röndótt er alltaf að koma sterkar inn sem heitt trend um þessar mundir og sumartískan er stútfull af röndóttu gotteríi.
Persónulega er ég mikið hrifin af röndóttum skyrtum og mig langar einnig sjúklega í flottan röndóttan kjól. Svart/hvítt heillar og að mínu mati eru þessir tveir litir alltaf klassískir og passa við öll tilefni hvort sem þau eru spari eða hversdags.
Fylgihlutirnir eru líka smart röndóttir eins og sólgleraugu og veski. Það verður þó að passa sig að fara ekki yfir strikið og ein flík eða einn fylgihlutur ætti að vera meira en nóg til þess að svala randaþörfinni.
Hér að neðan má síðan sjá fullt af fallegum röndóttum flíkum og fylgihlutum. Spurning hvort allar þori?
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig