Tískurisinn og ofur trendsetterinn Rihanna var ekki lítið svöl í nýjum myndaþætti sem birtist af henni um helgina í þýska tímaritinu Tush.
Þar er hún í svolítið yfirnáttúrulegu þema, einhversstaðar úti í náttúrunni en snillingarnir á bak við þessa framleiðslu starfa flestir hjá umboðsskrifstofunni Factory Downtown í New York.
Hár: YUSEF
Förðun: LORA ARELLANO
Neglur: KIMMIE KYESS
Stílisti: CIARRA PARDO
Framleiðsla: CREATIVE STING TYLER CHICK
Á myndunum klæðist Rihanna fatnaði frá m.a. Saint Laurent og Jimmy Choo.
Við á Pjattinu spáum því að gráa/silfur hárið komi sterkt inn í vetur. Þá þarf bara að passa sig að nota góð brúnkukrem með svo að þú sjáist nú í slyddunni hér á klakanum. 😉
Æðislega flottur myndaþáttur! Kíktu á fleiri upplýsingar um fatnaðinn sem Rihanna klæðist hér hjá Tush og við minnum á fjólubláa sjampóið ef þú vilt prófa að detta í gráa gírinn með hárið.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.