Rihanna lét sig ekki vanta á tískusýningu tískurisans Chanel sem fram fór í sérútbúinni Chanel matvöruverslun París á dögunum.
Söngkonan er orðin fastur gestur á tískusýningar merkisins og eins og vanalega klæddist hún fatnaði úr smiðju fyrirtækisins, að þessu sinni fjólublárri pilsdragt. Rihanna setti sinn svip á dressið með því að klæðast stigaskóm í stíl og bera sérsniðna hliðartösku sem einnig var í stíl við dragtina.
Það er ekki á hverjum degi sem maður sér Chanel dragt við strigaskó. Töffarinn hún Rihanna lætur þetta lúkk þó að sjálfsögðu virka.
Eftir að ljósmyndarar höfðu myndað hana í bak og fyrir fyrir utan “súpermarkaðinn” skemmti söngkonan sér og öðrum innandyra ásamt módelum sýningarinnar, Joan Smalls og Cara Delevingne meðal annars.
Rihanna settist að lokum á fremsta bekk og naut stórbrotinnar sýningar.
Rihanna og Karl Lagerfeld eru hinir mestu mátar
Hún Rihanna kann sko að koma skemmtilega á óvart. Frábær blanda af fáguðu og töff lúkki.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com