Marsmánuður er genginn í garð – tískumánuður okkar Íslendinga! Hápunktur mánaðarins er að sjálfsögðu Reykjavík Fashion Festival sem fram fer 12.-15. mars.
Þið eflaust þekkið það hverjir sýna, en það eru:
Another Creation
Þegar ég last í gegnum listann af hönnuðum fyrir RFF í ár þurfti ég að rannsaka þetta merki örlítið þar sem ég kannaðist ekki við það. Ýr Þrastardóttir er yfirhönnður merkisins. Ég er nú þegar skotin í ansi mörgum flíkum frá þeim svo ég er virkilega spennt að sjá nýja línu sýnda á RFF!
EYLAND
Ég hef gaman af því að sjá íslenska hönnun vaxa og dafna og Eyland er eitt af nýjum merkjum sem hafa vakið athygli mína undanfarið. Ása Ninna er eigandi og yfirhönnuður. Býst við rokkuðum, töff en klæðilegum flíkum á sýningunni… mjög spennt!
JÖR by Guðmundur Jörundsson
JÖR var toppurinn á RFF 2014 að mínu mati og því eru væntingar mínar miklar í ár! Efast ekki um að hann muni standar undir væntingum mínum þó.
MAGNEA
Fallegar prjónaflíkur frá Magneu vöktu athygli mína á RFF í fyrra. Ég vona innilega að sýningin hennar í ár verði jafn þrusu skemmtileg og í fyrra! Ljósashow, dramatíkin… vá!
Scintilla
Er einna forvitnust að sjá þessa sýningu og hvernig línan frá þeim verður! Bíð spennt!
SIGGA MAIJA
Sigga Maija kom skemmtilega á óvart í fyrra með sínum öðruvísi flíkum – skemmtileg snið og munstur! Retro munstur, leður og svart&rautt þema. Spurningin er hvort við megum búast við einhverju allt öðru þema í ár eða hvort hún muni halda áfram á sömu braut!
Ég sjálf verð því miður fjarverandi á RFF í ár sem mér finnst afskaplega leiðinlegt. En að sjálfsögðu mun ég og við á Pjattinu fjalla um allt það helsta sem fram fer á hátíðinni í ár – þetta stefnir í hörku show! Hér eru nokkrar sem ég gróf upp af instagramminu mínu af síðustu hátíð:
Ég mæli eindregið með að næla sér í miða sem fyrst! Verð er 11.990 kr. fyrir passa á hátíðina en einnig er hægt að kaupa miða á stakar sýningar og kostar sá miði 2.990 kr. Trúðu mér þetta er gjöf en ekki gjald!
Ég er alltaf að átta mig betur á mikilvægi atburða eins og RFF fyrir okkar litla land og er svo þakklát fyrir þessa frábæru hátíð sem fer ört stækkandi!
Góða tískuskemmtun þið sem eigið leið í Hörpuna – ég verð með í anda! Fylgist með hér á Pjattinu!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com