Þessi ‘retro’ myndaþáttur birtist í mexíkóska ELLE á dögunum. Myndaþátturinn minnir óneitanlega á sjötta og sjöunda áratuginn hvað tískuna varðar enda sterk áhrif frá þessum árum í gangi núna.
…Uppsett túberað hár, kisulaga sólgleraugu og dragtir. Svo er það dökk augnförðun sem tekur þetta í áttina að nútímanum. Það er ljósmyndarinn Takahiro Ogawa sem á heiðurinn af þessum fallegu myndum sem sýna fyrirsætuna Zuzana Gregorova í dásamlegum flíkum frá meðal annars Chanel, Bottega Veneta og Marc Jacobs…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.