Í gærkvöldi gengu prúðbúnar stjörnurnar rauða dregilinn áður en þær mættu á GRAMMY verðlaunahátíðina sem fram fór í LA
Misjafnt var klæðavalið, förum yfir nokkur atriði:
Þær best klæddu
Gwen Stefani rokkaði þennan samfesting frá Atelier Versace
Anna Kendrick í dragt frá Band of Outsiders
Queen B – Beyoncé í Proenza Schouler
Jessie J
Nicki Minaj í Tom Ford
Ciara í öðruvísi kjól frá Alexandre Vauthier Couture
Ef þið reynið að líta fram hjá þessum hárkollum þá má sjá Sia í súper smart dressi frá Giorgio Armani
Rita Ora í Prada
Katy Perry klæddist Zuhair Murad
Taylor Swift sú eina af þeim best klæddu sem klæddust lit í ár! Kjóll frá Elie Saab.
Þar með eru best klæddu stjörnurnar upptaldar, svart og ljóst var það að þessu sinni!
Sérflokkurinn
Rihanna valdi sér þennan bleika rjómabollukjól fyrir kvöldið frá Giambattista Valli – Haute Couture. Vissulega vekur kjóllinn athygli enda fyrirferðamikill með eindæmum!
Þessi pallíettusloppur sem Kim Kardashian klæddist er frá Jean Paul Gaultier
Pharrell hefði mátt velja sér síðbuxur í staðin fyrir kvartbuxurnar, það sleppur þó.
Kona hans, Helen Lasichanh, hefði hinsvegar mátt velja sér allt annað en þennan þrönga Adidas galla til að klæðast á rauða dreglinum!
Við ættum að vera þakklát fyrir hvert skipti sem Miley Cyrus velur siðsamlegan klæðnað fyrir rauða dregilinn. Þessi kjóll fær þó ekki mikið hrós frá mér
Sú verst klædda
Madonna! Æjj Madonna! Þú verður seint valin tískudrós! Dressið að framan var nóg – en að aftan var það enn verra!
Hátíðin sjálf…
Blue Ivy mætti með foreldrum sínum á hátíðina og átti sætt móment með Rihönnu bakvsiðs. Báðar í bleiku prinsessukjólunum sínum!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=mizP29bf_3A[/youtube]
Beyoncé tróð svo upp á hátíðinni, atriðið var mun rólegra en ég bjóst við.
Sam Smith var sá sigursælasti þetta kvöldið.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=ym2p32LO67c[/youtube]
Paul McCartney, Rihanna og Kanye West héldu einnig uppi stuðinu.
Rihanna gaf rjómabollukjólnum smá pásu og klæddist svartri dragt
Fleiri myndir af rauða dreglinum sjáið þið svo hér fyrir neðan:
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com