Enn ein verðlaunahátíðin, sirka sömu stjörnurnar en nýjir kjólar til að dást að! Að þessu sinni á rauða dreglinum á Golden Globe verðlaunahátíðinni 2015
Þetta var frekar látlaust að þessu sinni og frekar fá “vá” móment sem ég fékk þegar ég rann í gegnum myndirnar! En samt sem áður eru það alltaf einhverjar sem standa upp úr, í ár eru það þessar að mínu mati:
Tíu best klæddu
1.
Fyrst og fremst Emma Stone, sem mér fannst langflottust í þetta skiptið! Öðruvísi en hittir beint í mark með þessum gordjöss samfesting frá Lanvin!
2.
Næst er það Keira Knightley í þessum krúttlega kjól frá Chanel. Það sést örlítið glitta í óléttukúlu ef vel er að gáð. Það þurfti hvorki minna né 30 manns til að útbúa kjólinn á vikutíma! Þessir hátískukjólar eru engin smásmíði greinilega.
3.
Camila Alves, eiginkona Matthew McConaughey, er oftar en ekki stórglæsileg til fara. Engin undanteknin var þar á í gærkvöldi, en hún klæddist Manique Lhuillier.
4.
Diane Kruger í kjól frá Emilia Wickstead.
5.
Töffarinn Lorde í buxnadragt frá Narciso Rodriguez. Hálsmenið sem hún er er frá Neil Lane.
6.
Amal Alamuddin Clooney er að stimpla sig inn sem ein best klædda kona Hollywood þessa dagana. Kjóllinn sem hún klæddist var úr smiðju Christian Dior – Haute Coture nánar tiltekið! Gullfallegur kjóll – en þessir hvítu silkihanskar eru einum of mikið að mínu mati! Less is more!
7.
Homeland leikkonan Claire Danes í uppáhalds Valentino!
8.
Heidi Klum stórglæsileg í Atelier Versace.
9.
Julianne Moore í glamúrkjól frá Givenchy.
10.
Síðust en ekki síst, Kate Hudson í Versace. Ég er enn að meta hvort mér finnist þessi kjóll fallegur eða of mikið af hinu góða – ég hallast að hinu seinna! Hann fær þó að fljóta hér með á listanum yfir þær best klæddu.
Herramaður kvöldsins
Að gefnu tilefni ætla ég að stíga hér hliðarskref frá umfjöllun um kjóla og skvísuglamúr. Herramaður kvöldsins og jafnframt stolt þjóðarinnar í dag er hann Jóhann Jóhannsson sem gerði sér lítið fyrir og nældi sér í Golden Globe verðlaun, fyrstur íslendinga. Hér er mynd af honum á þeim rauða:
En snúum okkur aftur að skvísunum!
Fifty shades of blue
Blár var nokkuð algengur á dreglinum.
Rautt
Rauður sömuleiðis
Fleiri stjörnur
Jennifer Aniston skartaði hárri klauf – það er eitthvað við toppstykkið á kjólnum sem angrar mig, og veldur því að hún kemst ekki á “best klæddu” listann! Krúttlegur en ögrandi í senn þessi kjóll.
Reese Witherspoon
Jennifer Lopez í öllu sínu veldi, klædd Zuhair Murad.
Lupita Nyong’o er alltaf skemmtilega klædd á þeim rauða – litrík og flott! Örlítið tuskulegur að neðan þessi kjóll hennar í þetta skiptið, frá Giambattista Valli.
Vinkonurnar skemmtilegu Tina Fay og Amy Poheler.
Engin önnur en Eurovision stjarnan Conchita Wurst var mætt á hátíðina í ár.
Fleiri myndir
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com