Ralph Lauren sýndi á dögunum sumarfatalínuna fyrir 2012 og minnti fatnaðurinn einna helst á árabilið í kringum 1920.
Það er greinilegt hvaðan Ralph Lauren fékk innblásturinn því það er líkt og fyrirsæturnar komi beint út úr sögunni The Great Gatsby eða myndinni með Robert Redford og Mia Farrow frá 1974.
Ralph Lauren er klassískur að vanda. Það er ekki oft sem svarthvítar ljósmyndir sjást af tískusýningum hönnuða. ljósmyndirnar eru fengnar að láni frá from me to you og eru teknar á Pentax 35mm myndavél og Kodak Tri-X 400 filmur voru notaðar við verkið.
Útkoman er einstaklega falleg og í öllu þessu digitalæði þá er ekki laust við að maður sé farin að sakna gömlu filmu ljósmyndanna.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.