Það er liðið ár síðan John Galliano var rekinn frá Dior vegna niðrandi ummæla í garð gyðinga. Nú hefur loks verið ráðinn hönnuður í hans stað og það er enginn annar en Raf Simons, hönnuður á hraðri uppleið.
Raf Simons hóf feril sinn 1995 með eigið merki sem hefur notið góðs gengis og síðan 2005 hefur hann einnig verið yfirhönnuður Jil Sander.
Raf er, eins og sjá má á síðu hans, mjög nútímalegur og mínimalískur, sem er í raun andstæða þess sem Christian Dior stóð fyrir þegar hann stofnaði tískuhúsið á fimmta áratugnum. Christian Dior lagði mikið upp úr mjóu mitti og kvenleika og gerði A-sniðin pils og blómamynstur að trendi þess tíma.
Engu að síður segist Raf ætla að heiðra minningu Christian Dior og líta til hans verka í hönnun sinni fyrir tískuhúsið. Nánar er hægt að lesa um þetta hér!
Með hans orðum:
“I feel fantastic! It is one of the ultimate challenges, and a dream to go to a place like Dior, which stands for absolute elegance, incredible femininity and utter luxury.”
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.