Það er staðreynd að mismunandi skart getur svo sannarlega lífgað upp á fataskápinn og breytt heilu lúkkunum.
Ég hef sérstaklega gaman að því að poppa upp klæðnað með mismunandi hálsmenum en hálsmen eru eiginlega mitt uppáhalds skart. Stóru “statement” hálsmenin hafa verið rosalega vinsæl síðastliðin ár en nú hafa litlu nettu hálsmenin svolítið tekið við. Netttu hálsmenin eru mjög flott ein og sér en það sem hefur líka komið mjög sterkt inn eru mjörg hálsmen í einu sem tóna fallega saman og skapa skemmtilega heildarmynd. Hér eru nokkrar hugmyndir.
Það er líka hægt að kaupa sér eitt hálsmen með “mörgum” á
Nú er um að gera að prófa að raða hálsmenunum sínum saman og sjá hvað kemur best út!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com