Ég vissi fyrst hver Rachel Zoe var þegar einn af viðskiptavinum hennar, Nicole Richie, tók skyndilegum stakkaskiptum í útliti.
Nicole hafði áður verið svolítið púkó en skyndilega spratt út þessi líka lekkera litla kona og allt var það Rachel Zoe að þakka.
Síðan hefur listinn af viðskiptavinum hennar stækkað gríðarlega og nöfnin eru sannarlega ekki óþekkt:
Lindsay Lohan, Mischa Barton, Keira Knightley, Cameron Diaz, Jennifer Garner, Kate Hudson, Kate Beckinsale, Debra Messing, Demi Moore, Liv Tyler, Eva Mendes, Anne Hathaway, Jennifer Lawrence og Miley Cyrus svo einhverjar séu upptaldar hafa ráðið Rachel Zoe til að dressa sig upp og hefur henni farist það vel úr hendi.
Zoe sjálf hefur löngu skapað sjálfri sér áberandi stíl en hún er þekkt m.a. fyrir það að klæðast stórum og hippalegum kjólum, nota barðastóra hatta, dragsíðar buxur og vera á ákaflega háum hælum.
Hún er nú heldur ekki stór blessunin, aðeins 1.52 sentimetrar, og greinilega á aðeins hærri hælum en Nicole Richie sem er hér mynduð með henni fyrir kannski tíu árum.
Á þessari mynd hér að ofan sést vel hverslags meistari Rachel Zoe er að ganga á hælum, kannski var hún orðin leið á því að fólk klappaði henni á hausinn eða lyfti henni upp þegar það er drukkið?
Rachel notar líka stóra skartgripi og er ekkert að skafa af því. Stórar töskur, stórir skartgripir, stórir kjólar, stór sólgleraugu og stórir hattar. Allt eru þetta hennar einkennismerki.
Í september 2008 byrjuðu raunveruleikaþættir með Rachel Zoe á Bravo stöðinni en þar fengu áhorfendur að fylgjast með Zoe við líf og störf. Hitta allar stjörnurnar ásamt því að sinna barni og eiginmanni. Kraftmikil lítil kona.
Með dóttur sína Skylar fyrir utan eigin verslun í Los Angeles.
Rachel Zoe byrjaði með fríblaðið The Zoe Report í ágúst 2009 en þar er fjallað um svipaða hluti og hér á Pjattinu. Tísku, bjútí og hverskonar lífstílstengda hluti. Blaðið varð fljótlega mjög vinsælt og áskrifendur meira en 350.000. Það eru fleiri en búa hér á klakanum en Zoe Report er með um 75.000 aðdáendur á Facebook.
Merkilegt nokk hefur þessi velgengni Rachel Zoe ekki nógu góð áhrif, – þrátt fyrir að allt gangi svona glimrandi vel hjá henni segir hún að sér líði alltaf eins og stelpunni sem er ein í partýinu síðu, að enginn muni fíla það sem hún hefur fram að færa.
Ég veit ekki með þig en mér finnst hún dúndur flott…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.