Langar þig stundum til að poppa upp hælaskóna með einföldum hætti? Það er lítið mál með þessu flotta hælaskrauti sem hún Eva Dögg (úr síðasta fatastíl) benti mér á.
Þetta hælaskraut, sem fæst hjá Kaupfélaginu í Kringlunni, er að gera allt vitlaust hjá ungu skutlunum. Hægt er að skreyta skóna með fjöðrum, blómum, slaufum og það kemur í nokkrum tegundum.Þú einfaldlega klæðir hælaskóna þína í skrautið.
Þrusuflott ef þig langar til að skreyta, og gjörbreyta lúkkinu á hælaskónum þínum, og alger snilld ef þú lentir í því að eyðileggja hælana á uppáhalds hælaskónum þínum þegar þú fórst út að skemmta þér, eða festir hælana og leðrið trosnaði upp (sem er ferlega svekkjandi) -Þá er hælaskrautið einmitt krúttleg og sniðugt lausn fyrir allar Pjattrófur.
Hælaskrautið kemur í ýmsum efnum, hægt er að fá blúndu, silki, fjaðraskraut og kemur í nokkrum litum verð er frá 2,990-4,990,- kr.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.