Við Arnold Björnsson ljósmyndari fengum Sigríði Kolbrúnu (Siggu) til liðs við okkur í flotta Plus-size myndatöku á dögunum.
Sigga sannar það svo sannarlega (og hvað er mörg ESS í því) að konur eru flottar í ÖLLUM stærðum.
Ég fékk að spyrja Siggu nokkra spurninga:
HVAÐ ERTU AÐ GERA? Ég er að vinna á ungbarna-leikskóla og fíla það í tætlur!
HVER ER DRAUMURINN? Ég hef verið að plana heimsreisu og legg í hann í kringum september-október, er bara að safna mér pening núna. Fer til Asíu, Ástralíu, Nýja Sjálands og svo Bandaríkjana. Eftir ferðina langar mig alveg rosalega að læra förðun, helst í London og skoða heiminn svo aðeins betur.
FINNST ÞÉR ERFIÐARA AÐ VERSLA Á ÍSLANDI AF ÞVÍ ÞÚ ERT “PLUS”?
AF HVERJU VARSTU TIL Í AÐ SITJA FYRIR? Ég hef þá reglu í lífinu að ef ég hræðist eitthvað þá verð ég að gera það, þótt það sé bara einu sinni og svona myndataka hræddi mig aðeins þannig þá var það bara ákveðið!
LOKAORÐ? Bara lifið lífinu lifandi! ef eitthvað hræðir þig þá verðuru bara að slá til og stökkva!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.