Berglind Ósk er nemandi í ljósmyndaskólanum sem staðsettur er útá Granda. Hún hafði samband við Pjattrófurnar og vildi fá okkur til að hjálpa sér við stíliseringu á lokaverkefninu sínu…
Ég tók verkefnið að mér með glöðu geði og hafði gaman af, enda finnst pjattrófum svo gaman að pjattast! Berglind er 25 ára og er á fyrsta ári í ljósmyndanámi. Á ári hverju halda svo nemendur glæsilega sýningu.
Þetta hafði Berglind að segja um hugmyndina á bakvið myndaþáttinn:
“Hugmyndin er að segja sögu með myndum og þessi sería er um þá atburði sem verður á vegi okkar og við þurfum að vinna með. Fuglarnir geta táknað bæði það góða og slæma sem lendir á okkur og markmiðið er að sigra sinn fugl.”
Módel: Steinunn María Agnarsdóttir
Förðun: Steinunn Margrét
Hár: Una Rúnarsdóttir
Afraksturinn af samstarfi okkar má sjá hér…
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.