Pin up look er að komast aftur í tísku og algengara að sjá stelpur dressaðar upp í fötum frá árunum 1940-1950.
Kjólarnir frá þessum tíma voru gordjöss, konurnar ofboðsslega kvenlegar og elegant og einhvernvegin ákveðin fágun yfir þokka þeirra og framkomu. En hvernig á maður að dressa sig upp í þessum fallega stíl ?
1. Krullaðu hárið.
2. Hugsaðu vel um húðina, hafðu hana frísklega og nærðu hana vel með góðum kremum. Notaðu örlítinn kinnroða.
3. Mótaðu augabrúnirnar, þær mega gjarna vera þykkar og dökkar.
4. Farðaðu augun með vanillutónuðum augnskugga og blandaðu við náttúrulegan brúnum lit. Settu á þig eyeliner og tvær umferðir af maskara.
5. Keyptu föt frá árunum 1940-1950 og veldu föt sem gera mittið mjórra.
6. Veldu þér einhverja draumadís frá þessum tíma sem þér finnst flott; eins og Marilyn Monroe, Betty Gable eða Ava Gardner og stútderaðu hana.
Á þessum myndum má sjá fullt af Pin up útliti og eru margar þeirra ferlega flottar!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.