Persónulegur stíll þýðir að þú skapar þinn eigin stíl útfrá persónuleika þínum og lífstíl. Þú gefur hugsun í það sem þú klæðist og hvað klæðir þinn líkama.
Allir hafa sinn smekk á því hvað þeim þykir flott og hvað ekki.
Það er þó mikilvægt að sækja innblástur fyrir fatnaði frá öðru fólki, hönnuðum, umhverfinu og tískustraumum líðandi stundar.
Það er því alltaf gaman að skella sér í göngutúr til að spá í stíl og skoða mannlífið, fletta tímaritum eða vafra um á vefsíðum til að fá hugmyndir.
Ég fæ heldur aldrei nóg af að skoða myndbönd með fólkinu á götunni. Þetta er tekið í New York.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=z-mW0R5E0uk [/youtube]…og myndirnar eru teknar af fólkinu á götum Parísarborgar.
Smelltu:
Myndir: Carolines mode
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.