Í vor/sumar línu 2013 frá Chanel spila perlur af stærri gerðinn aðalhlutverkið ásamt silfurlit…
…Förðunun var einstök!
Silfraður og sanseraður augnskuggi í kremformi var borinn á fyrirsæturnar alveg upp að augabrúnum. Síðan var svörtum augnlínupenna bætt við í kisulaga formi.
Þá báru þær risavaxnar perlur ýmist um hálsinn eða úlnliðinn. Svo voru sumar flíkurnar einnig skreyttar með stórum perlum og minntu þá svolítið á sjötta áratuginn.
Chanel og perlur… klikkar ekki!
_______________________________________________________________________________________
Myndir fengnar að láni frá Style.com
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.