Pedro Lourenço er aðeins 21 árs gamall
Hann hefur hannað föt síðan hann var 12 ára gamall en báðir foreldrar hans eru hönnuðir. Faðir hans hafði orð á því að hann man ekki eftir Pedro öðruvísi en fyrir framan saumavélina eða að teikna. Hönnun hans er ferlega skemmtileg og hann blæs sannarlega nýju lífi í tískuheiminn. Hann notar prentaðar myndir af landslagi á fatnað sinn og það kemur alveg ótrúlega vel út. Hann segist fá innblástur frá heimalandi sínu Brasilíu og foreldrum sínum sem hann hefur farið með á tískusýningar út um allan heim frá því hann var smápolli. Hönnun Pedro hefur sannarlega slegið í gegn erlendis og er hann nú þegar kominn í hóp hinna áhugaverðustu og eftirsóttustu hönnuða heims.
Það verður spennandi að fylgjast með honum Pedro í framtíðinni.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.