Í krakkatískunni frá Zöru nú í vor kennir ýmissa grasa en mest eru áberandi 80’s áhrifin og pastel litir.
Mörgu er blandað saman en þó virðast þægindin alltaf í fyrirrúmi. Til dæmis eru jogging buxurnar með hermannamynstrinu skemmtilegar og grænu hermannajakkarnir eru töff bæði á stelpur og stráka með pastel litum í bland.
Flottir krakkar, sætur myndaþáttur og spennandi vor og sumar framundan!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.