Götutískublogg njóta mikilla vinsælda enda oft hægt að sækja mikinn innblástur af myndunum og gaman að skoða hvernig fólk úti í heimi setur saman sinn klæðnað.
Það hefur færst í aukana að bloggarar heimsæki önnur lönd og nýjar borgir og varð Reykjavík ein af borgunum sem varð fyrir valinu hjá götutískubloggaranum…21 arrondissement
Þegar ég vafraði á síðunni rakst ég á kunnuglega götumynd og hina glæsilegu Ásdísi Ólafsdóttur og hinn verulega flotta Símon Birgisson sem pósar í smart frakka með töff hatt og með leðurskjalatösku.
Síðan er einnig full af myndum af tískusinnuðum einstaklingum frá öllum heimshornum.
Kíktu!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.