Hollywood prinsessan Paris Hilton er einna helst fræg fyrir að vera fræg en ég vissi satt best að segja ekki hver hún var fyrr en eitthvað myndband lak á netið þar sem hún var að sofa hjá kærastanum sínum.
Í dag veit ég alveg hver hún enda er hún með frægustu manneskjum jarðar….ég vissi hinsvegar ekki að Paris er með heimasíðu og netverslun þar sem hún selur sinn eigin varning. Svolítið svipað og Ásdís Rán nema Paris er með úr og gerviaugnahár ásamt fleiru.
Svo rakst ég á þetta myndband hérna. Paris Hilton að taka viðtal við Lady Gaga. Í þessu spjalli kemur upp sú hugmynd að gera saman lag.
Paris verður yfir sig ánægð enda mjög hrifin af Lady Gaga líkt og fleiri. Það er vissulega gagnkvæmt nema hvað að Lady Gaga er hrifin af Paris vegna þess að hún er holdgervingur þess að vera fræg að endemum. Það er að segja – fræg fyrir eiginlega ekki neitt, eða fræg fyrir að vera fræg, sem er í sjálfu sér stórkostlegt. Jú, hún segist reyndar líka fíla plötuna hennar Paris, “Stars are blind”… en á hvaða hátt veit maður auðvitað ekki. Paris tekur andköf..
Snillingar:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=SWF3GhS_WQA&feature=fvwrel[/youtube]
Kíktu svo hér til að skoða úrvalið í VEFVERSLUN PARIS HILTON… allskonar lituð úr, Party Princess neglur, hælaskór og augnhár… mhmm…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.