Ég hef alltaf verið mjög glysgjörn og fallið fyrir öllu sem glansar á einn eða annan hátt.
Mér (og Palla Óskari) til mikillar ánægju er allt í PALLÍETTUM allstaðar núna! Kjólar, pils, toppar, veski… allt í pallíettum! Mér finnst það sérstaklega skemmtileg tíska svona í kringum jól og áramót. Þá má maður sleppa sér aðeins og vera flippaður. Sjálf keypti ég mér áramótakjólinn minn í júlí. Einstaklega fallegan pallíettukjól frá All Saints. Er búin að horfa á hann á hverjum degi í fimm mánuði og fæ loks að nota hann!
Hér er fullt af pallettufíneríi
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.