Stærsta veislan vestanhafs ár hvert, Óskarinn, fór fram í gær. Hátíðin var eins og endra nær þéttsetin stærstu stjörnunum og vel var fylgst með þeim þegar þær mættu á hátíðina, uppstrílaðar!
Þetta er það helsta af rauða dreglinum:
Þær best klæddu
Lupita Nyong’o í Calvin Klein. Sigurvegari samskiptamiðla sýnist mér á öllu. Ég er nokkuð sammála um að þessi perluskreytti kjóll sé einn sá fallegasti á hátíðinni í ár, hvorki meira né minna en 6000 perlur skreyta þennan kjól.
Sjáið bakið líka:
Chrissy Teigen. Sumir vilja meina að þessi kjóll sýni of mikið fyrir Óskarinn. Ég er algjörlega ósammála þar því mér finnst þessi kjóll æði! Passlega mikill glamúr og passlega mikill um sig! Pínu sexý jafnvel?
Fifty Shades of Grey stjarnan Dakota Johnson klæddist gullfallegum rauðum kjól frá Calvin Klein. Einfaldur en með hárri klauf og skemmtilegt smáatriði á annarri öxlinni!
Nei ég grínast ekki þegar ég set hana Lady Gaga á listann yfir best klæddu! Þessi kjóll er smart að mínu mati, öðruvísi en smart! Í ruslið með þessa rauðu uppvöskunarhanska þó – en þeir eru þarna til þess að gera dressið meira í anda Lady Gaga, auðvita. Kjóllinn er frá Alaïa.
Gwyneth Paltrow heldur oftast í einfaldleikan en nær samt að standa út úr!
Smart í þessum fölbleika kjól frá Ralph & Russo.
Zendaya rokkaði dreadlokka og silkikjól frá Vivienne Westwood! Vanalega gef ég dreadlokkum ekki mitt atkvæði, hvað þá á rauða dreglinum á Óskarnum, en mér finnst hún fara út fyrir rammann hér og gera það skemmtilega!
Cate Blanchett klædd Martin Margiela Couture. Svart og elegant poppað upp með áberandi túrkís hálfesti!
Svart&Hvítt og einfaldleiki hjá Reese Witherspoon. Kjóll frá Tom Ford.
Best klæddu pörin
Sophie Hunter og Benedict Cumberbatch. Sophie klæddist glæsilegum kjól frá Lanvin.
Ó þessi tvö! Þau bræða mig, eða þá sérstaklega hjartaknúsarinn hann Adam!
Behati Prinsloo og Adam Levine. Beharti fylgdi rauða þema kvöldsins eins og svo margar.
Hannah Bagshawe og Eddie Redmayne
Þessir tveir sko! David Burtka og Neil Patrick Harris
Þær verst klæddu
Þær eru nú flestar glæsilegar á rauða dreglinum Hollywood stjörnurnar. En alltaf þurfa einhverjir að reka lestina.
Nicole Kidman í þessum pallíettukjól frá Louis Vuitton fær ekki mörg prik frá mér
Þessi kjóll er æði! En liturinn er svo agalega ljótur og skemmir því glæsilega hönnun kjólsins.
Emma Stone í Elie Saab – Haute Couture.
Þessi silkitoppur hefur einhventíman þótt smart en ég kaupi hann ekki í dag kæra Kerry Washington.
Vafaatriðið
Rúsínan í pylsuendanum er Marion Cotillard í Dior Haute Couture kjól.
Og talandi um enda, sjáum afturendan á kjólnum:
Kjóll sem ég get ekki ákveðið hvort mér finnist töff eða ósmart. Læt hvern dæma fyrir sig!
Julianne Moore var einn af sigurvegurum kvöldsins, besta leikkonan. Þessi kjóll er úr smiðju Chanel, sérhannaður á hana af Karl nokkrum Lagarfeld. Ég get ekki sagt að hann sé mitt uppáhald né að hann sé ljótur svo hann fær að vera vafaatriði þar sem stjarna kvöldsins varð að vera nefnd á nafn hér!
Trendin
Trend hátíðarinnar voru svart, ljóst og rautt. Hér er samantekt:
Nokkrir litir leyndust þó inn á milli:
Hvert er ykkar uppáhalds dress frá hátíðinni?
Hér að neðan má svo sjá myndir frá rauða dreglinum í heild sinni:
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com