Hvaða stelpa elskar ekki að finna eða fá gefins gamlan vintage kjól sem engin önnur á?…
Kjól úr second hand verslun eða úr fataskápnum hennar ömmu, mömmu eða frænku og jafnvel aðrar gersemar; Fallega skó, flottar töskur og aðra fylgihluti sem leynast í geymslum, aftast í skápum eða hirzlum…
Þessar smörtu dömur eru allar komnar vel yfir sextugt, þær eru í fullu fjöri og fyrir löngu búnar að finna sinn stíl þegar kemur að fatnaði. Stíl sem er í senn litríkur og fallegur.
Ein daman sennilega um áttrætt, með appelsínugul löng augnhár, í stíl við litað appelsínugult hár sitt, hún telur það að klæða sig ákveðið listform.
Ég er ekki frá því að þetta sé rétt hjá henni.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.