Fyrir nokkrum árum voru Olsen tvíburasysturnar aðal tísku-iconin hjá ungum stelpum enda voru þær með mjög sérstakan og oft flottan stíl…
…Maður gat ekki flett slúðurblöðum án þess að sjá eitthvað um þær og þeirra klæðaburð (sem sumum fannst stundum heldur rónalegur). Nú á seinni árum hafa þær reyndar ekki verið eins áberandi en þær eru greinilega enn á fullu.
Sumar 2011 lína Elizabeth og James er einmitt hönnuð af þeim systrum. Mjög fersk lína þar sem ljósir litir, víðar buxur, blazer jakkar og stutt sumarpils eru áberandi.
Vel heppnuð lína að mínu mati!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.