Einn af mínum uppáhalds tískuljósmyndurum er Ellen von Unwerth. Hún hefur einstakt auga fyrir fegurð og erótík og notar það í fjölbreyttri vinnu sinni við tískuljósmyndun,leikstjórn fyrir auglýsingar og myndbönd, plötuumslög ofl.
Ellen vann sjálf sem fyrirsæta í 10 ár áður en hún ákvað að leggja ljósmyndun fyrir sig og stimplaði sig inn í bransann með flottum myndum sínum af Claudiu Schiffer fyrir Guess!
Síðan hefur ferill hennar verið farsæll og hún hefur unnið reglulega fyrir m.a Vogue, Vanity Fair, Interview, The Face, Arena, L´Uomo, i-D og auglýsingaherferðir fyrir marga þekktstu hönnuði heims.
Stílbragð Ellenar er auðþekkjanlegt og hún nær fram sterkum, ögrandi og erótískum hliðum kvenna á listrænan hátt, myndir hennar eru klassískar og „renna ekki út” í síbreytilegum heimi tískunnar.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.