Hin ofur-úber-súper-flotta Beyoncé hefur nú sent frá sér Ivy Park, nýja fatalínu fyrir ræktina.
Það má búast við dýrðinni í verslanir 14.apríl og vörurnar má m.a. nálgast í Topshop, Net A Porter, Selfridges og Nordstrom.
Sir Phillip Green, stofnandi Topshop, hannaði línuna í samvinnu við dívuna en þetta er mestmegnis svartur, hvítur og grár íþróttafatnaður; hettupeysur, leggings, toppar og derhúfur. Skemmtilega lúmskur 80’s og 90’s fílíngur í þessu.
Það er bókað að þessi lína mun slá í gegn enda ekki leiðum að líkjast. Hér má sjá drottninguna útskýra hvað hún er að pæla með þessu nafni… Ó við erum svo spenntar!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.