Haust 2011 Ready To Wear lína Alexander Wang heillaði mig ekki beint eins og fyrri línur hans hafa yfirleitt gert…
…Það voru jú margar girnilegar flíkur þarna en flest fannst mér ekki hitta í mark. Svart, grátt og silfur var einkennandi á pallinum og var allt frekar hrátt og kuldalegt.
Hárið var mjög ´loose´ eins og svo oft áður hjá herra Wang sem er allt í góðu. En mér leist svo ekkert á förðunina sem minnti mig helst á sveitt makeup þar sem einhver missti sig í augnbrúnalitnum.
Sjálf fíla ég þykkar og flottar augabrúnir en þetta var full mikið að mínu mati.
Var bara ekki alveg að ná þessu. Hvað finnst þér – er þetta eitthvað kúl?
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.