°N Style Magazine er glænýtt tímarit á netinu sem leggur aðaláherslu á tísku og hönnun frá Norðurlöndunum.
°N Style Magazine var stofnað af Soffíu Theódóru Tryggvadóttur og Emily Hildu Turner (sænsk).
Þær stöllur kynntust þegar þær voru bekkjarfélagar í Fashion Institute of Technology í New York. Yfir 20 manns sem eru upprunalega frá Norðurlöndunum, en eru staðsett í 7 löndum, eru að vinna að fyrsta tímaritinu. Meirihluti teymisins er staðsettur í New York borg.
Markmið °N Style Magazine er að tímaritið og heimasíðan verði afburða upplýsingaveita sem sér um að kynna, hvetja og skemmta lesendum um allt sem tengist skapandi greinum á Norðurlöndunum.
Tímaritið er á ensku því °N Style Magazine vinnur að því að gera skapandi greinar á Norðurlöndunum aðgengilegri fyrir alþjóðamarkað.
Heimasíða °N Style Magazine er , www.nordicstylemag.com og fyrsta veftímaritið kemur út í nóvember.
Þær Soffía og Hilda stofnuðu tímaritið því þeim finnst að tíska og hönnun frá Norðurlöndunum þurfi á meiri umfjöllun að halda. Þær vilja auka vitund Norðurlandabúa á norrænum merkjum ásamt því að vekja áhuga á heimsvísu á rótgrónum sem og nýjum norrænum merkjum. Í dag er mikill áhugi á Norðurlöndunum, þau þykja framandi og spennandi og það sama gildir um tísku og hönnun héðan.
Stofnendur ætla að tísku- og hönnunarmerki ættu að nýta þann áhuga og tengja sig betur við uppruna sinn. Það eru talin forréttindi og veitir manni ákveðið forskot í tískubransanum að vera frá Norðurlöndunum. Kíkið á síðu °N Style Magazine hér!
Og addið þeim á Facebook hér!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.