Það var að detta inn ný sending í verslunina Selected Femme/Homme í Smáralind en sú verslun er vissulega með þeim betri í borginni.
Einstaklega smart klæðnaður og flott úrval fyrir konur og karla sem kjósa látlausan og fágaðan stíl og fatnað sem hentar við mörg tilefni.
Selected er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fötum fyrir karla og konur en fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1997 og heldur sífellt áfram að stækka.
Selected Femme er í Smáralind en Selected Homme er bæði með útsölustaði í Smáralind og Kringlu.
Kvenfatnaðurinn frá Selected kennir sig við konu sem er heimsborgari, meðvituð um tískuna og aðeins á jaðrinum um leið og hún er fáguð og ‘klassý’.
Vörurnar eru af góðum gæðum en miðað er við konur, tvítugar og uppúr í markaðssetningunni.
Flettu blaðinu með nýjustu sendingunum HÉR en í blaðinu má sjá myndir og verð á því helsta sem er að koma inn.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.