Ég fór í F&F á dögunum og dressaði mig aðeins upp. Fyrir þau sem ekki vita er F&F ný verslun sem staðsett er í Hagkaup í Kringlunni. Búðin bíður upp á fjölbreytt úrval á alla aldurshópa, á sanngjörnu verði. Mig langar að sýna ykkur það sem ég pikkaði upp hjá þeim:
Ég fékk mér þessa svörtu tösku. Ég er mjög ánægð með þessa tösku, þar sem hún er ekki bara flott heldur ótrúlega rúmgóð og þægileg líka. Ég er einmitt búin að fá mikið af hrósum fyrir þessa fínu tösku!
Ég valdi mér svo þennan klassíska hlébarðaklút. Klúturinn lífgar upp á heildarmyndina, sérstaklega þar sem ég er lang oftast í svörtu að ofan.
Svo þennan svarta bol með V- hálsmáli. Bolurinn er klassískur í sniðinu, og pínu elegant.
Ég hvet ykkur að skoða þessu nýju verslun í Hagkaup í Kringlunni. Hún kemur manni á óvart með úrvalinu en þetta eru, eins og ég sagði áður, mjög smart föt og fylgihlutir á verulega fínu verði.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com