Það hefur alltaf verið eitthvað svo ótmóstæðilega fágað og fullkomið við hönnunina frá ítalska tískuhúsinu Prada.
Kvenfatalínan fyrir næsta haust og vetur er engin undantekning nema hvað að nú erum við með gríðarlega mikið drama í bland við talsverða leikgleði í litum og mynstri.
Ítalski glamúrinn tengist saman við tilvísanir til hinna ýmsu tímabila í sögunni en hér sjáum við meðal annars gull og glys að hætti drottninga fortíðarinnar í bland við korsilett og strauma til Japan.
Töskurnar
Tvær nýjar töskur voru sendar í valdar verslanir um leið og línan fyrir haust og vetur 2016 var frumsýnd. Nýju Pionnière og Cahier töskurnar fást aðeins í Milanó, París, London og New York.
Pionnière stendur fyrir einstæðan stíl, handverk og fágun í litum en Cahier hefur tilvísanir í bækur, dagbækur, – það sem er bara þitt.
Mikið óskaplega væri nú gaman að vinna í næsta víkingalottó, skjótast til London og smella sér á eina svona. Þetta er erfðagripur! Ekki minna! 😍
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.