Kate Moss hefur hannað 14 línur fyrir Topshop – á árunum 2007-2010. Allar mjög farsælar, enda er Kate Moss en mesta smekk-kona sem tískuheimurinn hefur alið af sér.
Tískudívur mega nú verða spenntar því í dag tilkynnti Kate að hún muni hanna nýja línu sem kemur í búðir í apríl 2014! Módelið er strax byrjuð að hanna fötin en það verða um 40-50 flíkur í línunni. Línan mun endurspegla hennar eigin fataskáp og stíl.
Við megum búast við fallega sniðnum blazer jökkum, “little black dresses”, kvenlegum gallabuxum, og glamúrkjólum. Vonandi fáum við að sjá preview sem fyrst!
Fyrir ykkur sem eru að spá: Já línan MUN verða seld á Íslandi! – Húrra!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.