Á morgun fimmtudag verður Vero Moda í Kringlunni opnað aftur eftir miklar og flottar breytingar.
Búðin hefur fengið stórglæsilega andlitslyftingu og ný fatamerki munu líta dagsins ljós. Y.A.S línan kemur bæði sem sport og hágæða fatalína sem er bæði mega smart og unnin úr hágæða efnum.
Spenntust er ég fyrir sportlínunni því hún er alveg ferlega falleg og flott. Efnin eru létt og þægileg og hugsað er fyrir hverju smáatriði varðandi öndun og hreyfingu. Litirnir eru algjörlega sjúklega flottir og “printin” í flottu litarófi.
Við sem elskum flott sportföt, og höfum gaman af því að hreyfa okkur, getum því glaðst yfir þessari nýjung hér á landi því verðin á flíkunum eru líka afbragðsgóð eins og í raun allar vörur frá Vero Moda. Danskar gæðavörur.
En kíkjum aðeins á brot úr línunni…
Þessi jakki er léttur og flottur, enda nauðsynlegt að eiga þægilegan smart jakka við íþróttafötin.
Takið eftir sniðinu á peysunni, þarna sést mjög vel hversu vel peysan er hönnuð. Á bakinu og undir höndum er annað efni sem gerir það að verkum að líkaminn andar betur við hreyfingu. “Printið” er líka meiriháttar fallegt.
Flottar þessar buxur, bæði í ræktina og sem hlaupabuxur. Ég held ég eigi alveg pottþétt eftir að detta niðrá eins og einar svona buxur enda í átaki ársins þetta sumarið!
Þessi heilgalli er bara flottur!
Geggjaðar buxur og toppur í stíl fyrir þær sem vilja ekki mikið munstur. Svo er líka alltaf gaman að blanda flík sem er með mynstri við einlitaða flík.
Þessar flíkur og fleiri úr sömu línu verða til í verslun Vero Moda í Kringlunni á morgun fimmtudag, þegar hún opnar aftur eftir miklar breytingar. Láttu sjá þig og gerðu góð og flott kaup!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.