Eitt af því sem hefur alltaf heillað mig er japönsk popp-menning. Gamall draumur er að heimsækja Harajuku hverfið í Tókýó og einungis upplifa fólkið og menninguna sem þar ræður ríkjum.
Týpurnar sem halda sig í Harajuku eru hver annarri magnaðri og ég get vel ímyndað mér að allur þeirra tími fari í að skapa útlitin sem þeir skarta, svo ótrúlegar eru týpurnar. Sem persónur hef ég yfirleitt upplifað japani sem mjög hlédræga og afskaplega kurteisa.
Því kemur það svo skemmtilega á óvart hvernig þeir bókstaflega springa úr sköpunargleði þegar það kemur að tísku og hönnun.
Japanir eru miklir smekkmenn en þeim hefur tekist að finna jafnvægið á milli þess að eitthvað getur verið skrýtið en á sama tíma æðislegt. Æðislega skrýtið, ef svo mætti kannski koma að orði.
Nýlega opnaði íslensk netverslun sem selur japanski fylgihluti, skart og allskonar lítið, skrýtið og sætt.
Verslunin ber nafnið Neko en það þýðir kisa á japönsku. Það má segja að yfirbragð Neko sé komið af kawaii-fyrirbrigðinu sem er umsvifamikið í japanskri hönnun og tísku.
Kawaii þýðir krúttlegt eða sætt en það endurspeglar líka samtíma popp menninguna í Japan. Það meira að segja hljómar krúttlega. Hér eru sýnishorn af þeim vörum sem eru í boði hjá Neko.
Áhugasamir og verslunarglaðir geta ratað inn á verslunina hér og fyrir neðan má sjá brot af úrvalinu:
__________________________________________________
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.