Ég er mikill aðdáandi Bergþóru Guðnadóttur og Farmers Market en hún er yfirhönnuður merkisins sem hefur slegið rækilega í gegn bæði hér og erlendis.
Amma mín, sú dásamlega manneskja, spáði nefninlega alltaf svo mikið í vandaðan saumaskap og hvort það væri ‘gott í þessu’. Og þar sem amma hafði mikil áhrif á mig er mín skoðun er sú að ef þú ætlar að nota peningana þína í klassískar flíkur þá skiptir eftirfarandi máli: Útlit, klæðir þetta mig, saumaskapur, efni og ending.
Það er nefninlega ekki skemmtilegt til lengdar að kaupa peysu í H&M sem endar eins og hnökraköggull eftir mánuð eða buxur sem fá krónísk útstæð hné eftir viku og upplitast eftir einn þvott. Þannig að… Ef þú ert fyrir vönduð efni, gæða ull, silki og þessháttar fínerí þá eru flíkurnar frá Farmers Market fyrir þig. Og auðvitað er gott að hugsa til þess að við erum að styðja og styrkja við íslenskt með kaupunum.
Eitt af því fallegasta sem nýlega kom á markaðinn frá Farmers Market er t.d. ofið ullarsjal að nafni Myrká, ótrúlega falleg, hálfpartinn Victorian flík sem klæðir flestar konur vel. Hún kemur í einni stærð og tveimur litum. Svo eru það peysur, silkikjólar, buxur og fleira fallegt fínerí.
Flettu galleríinu… kannski sérðu eitthvað fallegt á sjálfa þig eða þinn eina sanna? Mig langar í þetta ALLT.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.