Sænski undirfataframleiðandinn KappAhl hefur sett á markað nýja línu sem sækir innblástur sinn í skáldsögur E.L James um hina undirgefnu Anastasíu og herra Grey
Sjálfur rithöfundurinn var með í að leggja drög að línunni en hún segir að glöggir lesendur átti sig vel á hvaðan flíkurnar koma.
Hingað til hefur margskonar varningur verið framleiddur undir merki hinna 50 litbrigða en fæst af því hefur hlotið blessun E.L James sem í dag er orðin milljarðamæringur á þessum skáldskap.
Um er að ræða kynþokkafulla satín og silkisloppa, gráar blúndur og nettar grímur sem allar ættu að höfa til ímyndunaraflsins og kynda undir glæður í ástarlífinu.
E.L James segist afar kát með niðurstöðuna en hún var höfð með í ráðum frá upphafi. Hún segir einnig að val fyrirsætunnar hafi verið hennar en Signe Nordstrom varð fyrst þekkt fyrir hlutverk sitt í Special K auglýsingu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.