
Í morgun opnaði F&F búð á Furuvöllum á Akureyri en eftir viku, þann 18. Apríl opnar önnur F&F búð, í Spönginni, Grafarvogi.
Þetta eru góð tíðindi fyrir norðanmenn og konur því F&F er frábær verslun fyrir fólk sem vill ekki borga himinháar upphæðir fyrir föt en samt vera smart og lekker.
F&F er líka fjölskylduverslun því í búðinni fást föt á alla, alveg frá minnstu smábörnum upp í elstu eldriborgara. Viðtökurnar hér á Íslandi voru algjörlega vonum framar þegar búðin opnaði á sínum tíma svo óhætt er að segja að F&F hafi slegið í gegn hjá landanum en nýlega var opnuð verslun í Garðabæ.
Við á Pjattinu vorum á staðnum þegar F&F opnaði í Kringlunni á sínum tíma og eigum margar fullt af fínum fötum úr þessari flottu verslun. Einnig er hægt að fá mjög gott úrval fylgihluta í F&F, – til dæmis hanska, slæður og trefla, sólgleraugu, töskur og margt, margt fleira.

Það er líka sérlega gaman að fara í F&F með krakka því eins og allir vita vex barnið en brókin ekki og því bruðl að kaupa mjög dýr föt á krakka.
Barnafötin í F&F eru slitsterk og fín og þola vel góðan umgang í þvottavélinni svo eru þau auðvitað á mjög góðu verði.
Herrafötin fást líka í mörgum stærðum og það sama gildir fyrir dömufatnaðinn sem er mjög fjölbreyttur og felur í sér bæði klassískar línur sem og nýjustu trendin af tískupöllunum.
Hvort sem þú þarft að kaupa gjöf, eitthvað praktískt eins og sokka og nærbuxur, sparikjól eða samfellu á smábarnið þá ættirðu að finna það á góðu verði í F&F.
Við hvetjum ykkur fyrir norðan til að gera ykkur ferð í F&F og kanna úrvalið en starfsfólkið er jafnframt duglegt að setja það nýjasta inn á Facebook síðuna sem þú getur skoðað HÉR.
______________________________________________________

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.