Not just a label er vefsíða og vefverslun með öllum heitustu ferskustu og frumlegustu fatahönnuðunum í dag. Þar er að finna allan regnbogann í fatnaði enda eru 5000 hönnuðir frá 88 löndum sem selja vöru sína á síðunni.
Hugmyndin var að koma hönnun til neytandans án milliliða og er því ókeypis að selja vöru sína hjá NJAL. Sannarlega frábært fyrir nýja hönnuði sem ekki hafa mikið milli handanna að koma vörum sínum í sölu.
Á NJAL getur maður fundið sérstaka hönnun sem framleidd er í litlu upplagi eða jafnvel bara til eitt stykki af, sannarlega skemmtileg síða fyrir frumlegt fólk sem ekki vill klæða sig eins og allir aðrir.
Síðan er mjög skemmtilega uppbyggð, þar er hægt að lesa sér til um hönnuðina, sjá myndbönd og myndir frá þeim. Stjórn NJAL velur reglulega nokkra hönnuði sem þeim þykja sérstaklega efnilegir úr þessum stóra hóp og kynna þá sérstaklega, þeir kallast “Black sheep” eða svörtu sauðirnir.
Not just a label hýsir 9 íslenska hönnuði, Eygló, Kalda, HAF, MillaSnorrason, 8045, Unnur, hring eftir hring, REY og Sonju Bent.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.