Íslenskir karlmenn eiga það til að vera nokkuð einsleitir í klæðaburði og um leið og komið er út fyrir landsteinana í helstu stórborgirnar blasa við talsvert fleiri fallega klæddir herramenn.
Hér tókum við saman nokkrar myndir af sætum strákum á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt að vera hver öðrum svalari. Myndirnar koma af Pintrest og sýna bæði stíl, smáatriði og heildarlúkk.
Græna peysan fer honum vel og er flott við þröng jakkafötin.
Flottir skór fyrir haustið og veturinn.
Flauelsjakkaföt.
Fallegt og vel snyrt skegg, töff sólgleraugu og glæsileg jakkaföt.
Ljósblá jakkaföt og brúnt bindi. Já af hverju ekki?
Klassískur rykfrakki hentar allann ársins hring.
Svona úlpur eru mikið í tísku um þessar mundir hjá bæði körlum og konum.
Röndóttir sokkar við fallega leðurskó.
Græni klúturinn gerir gæfumuninn
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.