Flestar konur elska skó og sjálf á ég alltof mikið af skóm…
Sem dæmi var ég að raða skónum mínum um daginn og sá að ég á þó nokkur pör af alveg eins skóm, nema í sitthvorum litnum! Svo kaupi ég oft skó vitandi að ég á aldrei eftir að nota þá. Enda er hef ég þau pör til skrauts uppí hillu…
Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um skó:
- Kona á að meðaltali 19 pör af skóm
- 13% kvenna hafa keypt skó og falið kaupin frá maka sínum
- 43% kvenna hafa slasað sig lítillega og 8% mjög illa – við að ganga í hælum
- konur nota um fjórðung skópara sinna aðeins einu sinni
- Þriðjungur kvenna á í mestu vandræðum með að finna pláss fyrir alla skóna sína
- 60% kvenna sjá eftir a.m.k einum skókaupum yfir ævina.
EEEEEN – hverjum er ekki sama!!! Smá hælsæri, tognaður ökkli og lítið skápapláss fær því ekki breytt að við elskum skó! Hér eru nokkrir fallegir:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.