Nicole & Clive prýða forsíðu W magazine í maí og er óhætt að segja að myndirnar, þau tvö og fatnaðurinn séu alveg gordjöss!
Eftirfarandi eru myndir og upptalning á hönnuninni sem þetta íðilfagra „par“ klæðist og ber í einstaklega vel heppnðum myndaþætti. Stemmningin minnir á Mad Men þættina. Stolinn ástarfundur á ónefndu hóteli… eða hvað?
(Smelltu svo á linkana til að lesa meira…)
KOMIN Á HERBERGIÐ: Hér er Nicole í Louis Vuitton kjól og pels frá sama hönnuði liggur á rúminu. Hún er með Louis Vuitton hálsmen og 18 karata vintage gullarmband frá Gübelin og Roger Vivier tösku. Clive er í Jakkafötum og skyrtu frá Giorgio Armani, með vasaklút frá Brunello Cucinell, í Church‘s skóm og með sitt eigið Jaeger-LeCoultre úr…
HORFT Í SPEGILINN: Hér er Nicole í Oscar de la Renta silfurslegnum kvöldkjól. Hún er með Van Cleef & Arpels platínu eyrnalokka og perlu og demants hálsmen frá Tiffany & Co. Hún ber Neiman Marcus platínu og demants hring en á borðinu liggja Michael Schmidt armbönd og keðjuhálsmen, einnig eru þar armbönd frá Van Cleef & Arpels úr platínu og demant.
SETIÐ Í LYFTU: Hér er Nicole í hvítum og svörtum silki kjól frá Carolina Herrera . Með svarta og beige kápu frá Dior, Tom Ford sólgleraugu, „vintage“ Halston trefil, Marni tösku, Carolina Amato hanska, í Falke sokkabuxum og Louis Vuitton skóm.

Dásamlegar myndir og sjúklega flott föt!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig