Fyrir skemmstu greindum við frá samstarfi Nicolu De Main og Nivea en stórfyrirtækið hefur á undanförnum árum leitað eftir samstarfi við unga fatahönnuði.
Á þessu ári varð hin breska Nicola De Main fyrir valinu en hún er þekkt í því sem kalla mætti hipp og kúl kreðsunni í London. Einskonar KronKron stemmning í því sem hún gerir.
Nýverið sendi hún frá sér þetta myndband sem sýnir hönnun hennar fyrir vor og sumar 2012 en henni fannst tilvalið að nota heldur þá leið en ótal sýningar með fyrirsætum og tilheyrandi.
Myndbandið var frumsýnt í skemmtilegu partýi á tískuvikunni í London í febrúar s.l en hennar helsti innblástur fyrir mynstrin í flíkunum er uglan með stóru augun sín og flottu fjaðrirnar.
________________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=mDRdj40xLY4[/youtube]
Það er Anastasia Ivanova sem leikstýrir myndbandinu og tekur það upp en skórnir sem fyrirsætan klæðist eru hannaðir af arkitektinum Bryan Oknyansky (www.shoesbybryan.com)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.