Í New York borg virðist nánast allt vera leyfilegt hvað varðar klæðnað.
Alveg elska ég götutískuna þar, formin, litina, samsetningarnar. Þetta eru gangandi listaverk. Ég hreint út sagt elska að sjá svona fegurð.
Möguleikarnir eru endalausir og það er æðislega upplífgandi að sjá fjölbreytileikann en mér finnst því miður við margar hverjar hér heima vera steyptar í sama mót, verslanir selja mikið það sama. Það er góð hvatning og veitir innblástur að skoða hvað er að gerast í borginni þar sem allt getur gerst…
Aah.. NEW YORK, NEW YORK ♥
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.