Einu sinni var aðal trendið að vera með RISA töskur sem að hefðu getað borið allar eigur manns í einu.
Núna er maður svo farinn að sjá meira af litlum og nettum töskum sem eru ekki með bandi þannig að maður heldur einfaldlega á þeim undir hendinni…
…Þessar töskur sem eru kallaðar ´clutches´ og auðvitað hægt að fá í öllum stærðum og gerðum en mér finnst persónulega flottast að hafa þær svolítið stórar og þunnar, eins og stórt umslag.
Hrikalega flott að hafa eins svona netta ´clutch´ undir hendinni við sumardressið. Svo er líka miklu sniðugra að velja helstu hlutina sína í minni tösku í staðin fyrir að þurfa að gramsa í risa tösku eftir einum varalit.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.