Nasty gal er netverslun sem var stofnuð árið 2006. Það sem mér finnst svo æðislegt við þessa verslun er það að hún býður uppá svo mikið úrval af fötum, ekki bara einn stíll heldur allskonar fyrir allar dömur.
Þetta er að mestu leiti vintage en svo er heill hellingur af flottum aukahlutum, töskum, skarti og skóm. Nasty gal er svona eins og blanda af Forever 21 og Urban outfitters, leyfi ég mér samt að segja örlítið flottari og meira úrval fyrir mismunandi fatastíl fólks. Þú getur fundið allt frá þröngum svörtum kjól sem er töff í sniðinu og hentar flestum sem vilja bara láta lítið á sér bera.. að skærbleikum skósíðum áberandi kjól sem skrautlegar týpur elska.
Svo eru þau með ótrúlega mikið af flottum gallabuxum eins og t.d. frá Cheap Monday. Kjólarnir eru allskyns þarna eins og ég segi þröngir stuttir, síðir og víðir og til í öllum regnbogans litum! Frábær búð.
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.