Það er óhætt að segja að ATMO sýningin sem sett var upp í tilefni af Hönnunarmars hafi verið vel heppnuð. Það var stanslaus straumur af fólki sem kom, skoðaði og keypti íslenska hönnun…
…Sýningin var haldin í gamla 17 húsinu og voru það hönnuðir á borð við Birnu, Eygló, Hlín Reykdal, Kalda, Kron Kron og Spakmannsspjarir sem sýndu og seldu hönnun sína.
Oroblu og L’Oréal voru einnig á staðnum og kynntu fyrir gestum og gangandi nýjungar, svo sem ný naglalökk, nýja Oroblu tískulínu og glænýjan farða.
Smelltu á myndirna fyrir neðan til að sjá meira frá ATMO:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.