Hvern dreymir ekki um þægilegar buxur sem stroka út hið hvimleiða hliðarspik, eða möffintop, sem hrjáir okkur flestar?
Theódóra Elísabet Smáradóttir fann lausn á þessu þegar hún hannaði sínar eigin buxur, gagngert til þess að “möffinsið” myndi hverfa af mjöðmunum.
“Ég hannaði og saumaði fyrstu buxurnar fyrir tveimur til þremur árum og fjótlega spurðist þetta út. Ég fór að fá pantanir frá vinkonum og svo vatt þetta bara upp á sig enda stelpurnar rosalega ánægðar með þetta. Galdurinn er sá að teygjan í mittinu nær rosalega hátt upp og buxurnar liggja vel að kviðnum. Teygjan er líka þétt og liggur þannig að maga og mitti að hún skerst hvergi inn í þannig að hún búi til þetta leiðinlega muffintop,” segir hönnuðurinn Theódóra.
ÖÐRUVÍSI EN AÐHALDSFÖT
Theódóra segist leggja sérstaka áherslu á að buxurnar séu úr vönduðum efnum og teygjan góð en hún er pöntuð erlendis frá.
“Það er heldur ekkert mál að koma sér í buxurnar, öfugt við margan aðhaldsfatnað og það tekur ekki of langan tíma að bregða sér á salernið heldur. Svo rúllast þær ekki niður eða aflagast þegar maður sest niður eða athafnar sig. Þær haldast bara kyrrar á sínum stað,” segir Theódóra sem heldur mjög mikið upp á buxurnar og notar þær jafnvel undir gallabuxur líka. Hún eignaðist jafnframt dóttur fyrir nokkrum mánuðum og segir buxurnar hafa komið sér mjög vel á meðgöngunni en í kjölfarið hannaði hún nýjar buxur sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir barnshafandi konur.
“Efnið í teygjunni er léttara og teygjanlegra og strekkist bara eftir því sem kúlan stækkar. Þær eru virkilega þægilegar og æðislegt að vera í þeim á meðgöngu.”
HÖFÐA TIL ÓSKA VIÐSKIPTAVINA
Möffintop killer buxur eru í allskonar litum en aðallega þó svörtu enda hafa íslenskir neytendur tilhneigingu til að vilja helst svart þegar kemur að fötum. Þær fást úr fjölbreyttum efnum en Theódóra leggur sérstaka áherslu á að efnin séu góð og endist vel. Eins leggur hún upp úr vönduðum saumaskap en flíkurnar eru framleiddar af reyndum saumakonum í Reykjanesbæ. Í sumar er stefnan að koma með fleiri liti á markað en við Pjattrófur spáum því að þessar buxur eigi eftir að falla vel í kramið hjá íslenskum konum. Theódóra segir þó að stefnan sé að fara með framleiðsluna út fyrir landsteinana á einhverjum tímapunkti enda nafnið vel til þessfallið.
“Ári eftir að ég skráði lénið muffintopkiller.com var orðið muffintop samþykkt sem lýsingarorð yfir hliðarspikið. Það ætti því ekkert að standa okkur fyrir þrifum ef við viljum fara með framleiðsluna úr landi,” segir Theódóra að lokum.
Muffintop Killer buxurnar fást á vefsíðunni www.muffintopkiller.com en ef fólk á leið um Reykjanesbæ er hægt að koma við og skoða og máta.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.