Vorlína Moschino fyrir árið 2015 var til sýnis á tískusýningu á dögunum. Það má segja að sýningin hafi verið heldur óvenjuleg en hin heimsfræga dúkka Barbie var innblásturinn að þessu sinni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sýning Moschino vekur athygli. Þið munið kannski eftir McDonalds þemanu þeirra fyrir haustlínu þeirra 2014…
Hvort það sé jákvætt að láta eftirlíkingar af Barbie dúkkunum ganga tískupallana er hinsvegar spurning þar sem þessi dúkka hefur verið umdeild vegna vaxtalags sem á að vera mjög óraunhæft.
Þetta er kannski ekki fallegustu flíkurnar sem sjást hafa á tískuvikunni en þetta er óneitanlega frumleg sýning.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com